Gullkorn

 

Gullkorn & Gullnar minningar :)

Einn daginn þegar við erum að fara borða kvöldmat ætlar Thelma að vera svo rosalega góð við mig og bjóða mér þann möguleika að sitja í stólnum hennar, hún kannski hefði getað orðað það aðeins betur, en svona hljómaði þett: Heiða mín, þú mátt alveg sitja í stólnum mínum, hann er alveg nógu stór fyrir stóra rassin þinn.

Pabbi minn, eins og flest aðrir karlmenn, hefur lítið vit á snyrtivörum. Hér er eitt mjög gott dæmi um það. Ég og Dísa höfðum keypt okkur augnskugga í kringlunni, daginn eftir kaupi ég mér mascara.. pabbi er svona eitthvað að tuða yfir þessu. En um kvöldið fórum við Dísa og keyptum helling af nammi og ætluðum að setjast inn í stofu og glápa á sjónvarpið. Þá kemur frá pabba: og hvað??? ætliði svo bara að nota nýja mascarann til þess að fele allar bólurnar sem þið fáið?

Hún Thelma Dögg er alltaf sami engill og hún endurók þetta oft við Dísu áður en pabbi og Dísa giftust: Mamma, efa pabbi vill ekki giftast þér, þá skal ég bara gera það.

Eitt kvöldið þegar ég er að passa stelpurnar á Theodóra eitthvað erfitt með að sofna. Ég fer með henni inn í herbergi og legst aðeins hjá henni, þegar við erum búin að liggja þarna í nokkurn tíma sagði ég henni  það, að alltaf þegar ég gæti ekki sofnað þá myndi ég bara telja kindur. Hún hafði aldrei heyrt um þetta áður, og því varð ég að segja henni hvernig átti að gera. Hún byrjar að telja og ég fer aftur inn í stofu. Svona 10 mín seinna kemur Theodóra aftur fram og segjir nánast grátandi:  Heiða, ég kann ekki að telja fleiri kindur en 20!

Jæja, ætli maður verði ekki að skrifa frægustu ljóskulínurnar sínar líka. :$ Allanvega þetta er eitt sem ég held að hvorki ég né Dísa munu gleyma. Við vorum að leita um bæjinn af ákveðnu veggfóðri sem mig langaði í inn í herbergið mitt. Við fundum ekki alveg nákvæmlega það sem ég hafði verið að spá í, en fórum aðeins í IKEA að skoða, (vitandi það að það voru ekki til veggfóður þar). Þegar við erum að finna okkur stæði fyrir framan IKEA sé ég konu labba út með svona mynstraða rúllu alveg eins og ég var búin að vera tala um. Ég segi Dísu að það sé sko hægt að fá veggfóður í IKEA og bendi henni stolt á konuna.. Það líður smá tími áður en Dísa kemur þessu út úr sér: Heiða mín, þetta er gjafapappír.


Emma var að segja mér frá því að hún og Friffi hefðu farið í bláa lónið á Valentínusardag, hún kom með þessa svaka sögu af einhverju pari sem var bara on fire, stynur og læti í hellinum!! Ég missi út úr mér án þess að hugsa, eitthvað sem ég hafði örugglega heyrt einhverstaðar, þetta var bara eitthvað svo ólíkt mér að segja svona - eða þetta hljómaði voðalega skringilega frá mér: ÆJi, vá það eru allir alltaf að gera það í bláa lóninu.. Afhverju helduru að vatnið sé hvítt?


Ein í viðbót af mér, en svo skulum við segja það gott! :$ .. Ég og Eyrún erum að tala í símann, hún byrjar á því að hringja í gemsann minn (úr heimasímanum hennar) en svo erum við búnar að tala svo lengi að ég ætlaði að hringja bara í heimasíman hennar. Ég stimpla inn númerið á meðan við erum enn að tala saman (og ég endurtek að Eyrún er að hringja úr heimasímanum!) og hringi, ég prufa nokkrum sinnum en það er alltaf á tali, ég fer nú bara að verða svoldið pirruð og þá spyr Eyrún "ætlaru að hringja?" Heiða: já en það er alltaf á tali, þetta er bara vitlaust númer sem þú gafst mér

Það er kannski erfitt að sjá það fyndna við þetta efa maður þekkir ekki Emmu. En
allanvega þá er Emma kannski rúmir 150 cm, algjör rúsína og kemur með fyndnustu og krúttlegustu hljóð í heimi. Hún átti það mikið til í "gamla daga" að leika hamstur. En hérna um daginn vorum við að tala um Valentínusardaginn og við vorum svona að ræða hvort hann ætti að skipta máli eða ekki. Mér fannst alveg ömurlegt efa strákar nenntu ekki að gera eitthvað eða þegar þeim fannst þetta hallærislegt. Þá kemur Emma með svip eins og hún ætli að koma með þvílíkt heilræði núna og segjir: 
Já, þúst þetta er bara alveg eins og það væri alþjóðlegi hamstradagurinn og maður myndi bara gleyma honum og hamsturinn alveg "emmu-hamstra-svipur + hljóð" (alveg eins og Lucy lui gerir í Charlies Angels :$

Einu sinni þegar við komum heim, og höfðum verið að sækja stelpurnar úr leikskóla og skóla kemur Theodóra inn og tekur upp bréf á gólfinu sem var stílað á pabba. Hún blokkar svona eiginlega fyrir inngangin og er þvílíkt lengi (en þó dugleg) að lesa hver eigi að fá bréfið. Dísa kemur inn og tekur bréfið og segjir "pabbi þinn á þetta" Theodóra verður ekkert lítið móðguð og út kemur: Fyrirgefðu mig, en má ég ekki fá að lesa þetta í friði (ég ætla bara að taka fram fyrir þá sem vita það ekki, að Theodóra er 6 ára!)

Það hafa ekki verið lítið af einhverjum svona gullkornum frá henni Theodóru. Oft á tíðum líður mér eins og ég sé yngri systirinn og að hún þurfi alltaf að vera skamma mig. Ég get t.d. komið með dæmi af því þegar við vorum einu sinni að borða morgunmat, ég fæ mér Cheerios og sit og les blaðið á meðan. Það sullast svona smá mjólkurblettur á borðið sem ég ætla bara að þurka þegar ég var búin (ég var alveg að verða búin!) Theodóra lítur hneiksluð á mig og spyr mig hvort ég ætli ekki að þurka þetta upp. Ég verð alveg vandræðileg og stend upp og tek tusku og þurka þetta. Hún lítur á mig áður en hún fer út úr eldhúsinu og segjir við mig: Já, ég er sko alltaf að þurka eftir þig svona mjólkurbletti á eldhúsborðinu!

Eitt í viðbót af Theodóru. Einu sinni var ég að gera mig tilbúna fyrir vinnuna, en fatta á síðustu stundu að skyrtan mín er ennþá blaut. Ég drýf mig að henda henni í þurkaran og er síðan svona annað slagið að tjekka á henni. Eitt skiptið eltir Theodóra mig inn í þvottahús og stendur við bekkin eins og hún sé að fylgjast með því að ég geri nú allt rétt. Síðan snýr hún sér við og byrjar að "brjóta" saman einhverjar nærbuxur á borðinu. Skyrtan var loksins orðinn þurr og ég labba út, og hélt að Theodóra myndi elta mig. En í stað þess kemur hún inn í herbergi til mín og segjir: Afsakaðu mig, en ég var að reyna brjóta saman


 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband