Enn ein bloggsíðan :)

Halló allir..

Ég veit, ég veit hvað þetta er alveg hræðilegt að ég sé alltaf að skipta um bloggsíðu, en ég fæ bara svo hræðilega leið á þessari sömu alltaf. Svo finnst manni það svo mikið bull sem maður skrifaði ári síðan, þannig ég ákvað bara að byrja upp á nýtt. Hvað með það þótt að þetta hérna verði orðið úrelt eftir annað ár, en þá er líka bara hægt að gera enn eina. Ég ákvað nú samt að gera hana aftur inn á þessu mbl. bloggi, því það er bara einhvernvegin svo einfalt og þægjinlegt.. Ég ákvað líka að gera nafnið á henni aðeins þæginlegra og léttara að muna, því fáir virðast muna hvað ég kallaði þá síðustu. Þetta virðist bara vera betra fyrir alla.. ég ætla nú bara líka að segja ykkur það að ég bara kemst ekki einu sinni inn á gömlu bloggsíðuna, því lykilorðið mitt bara virkar ekki.. þetta var mjööög skrýtið, en það er þess vegna sem ég hef lítið látið heyra í mér undanfarið. En við ætlum að byrja frá byrjun, nýjar myndir (ég set nú samt örugglega margar þær gömlu inn), nýtt blogg og bara allt nýtt. :) Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Ég vona svo bara að fólki lítist almennilega á þessa síðu. Heyrðu, annars gæti ég nú bara byrjað að segja frá hvað er búið að ske hérna upp á síðkastið.. skólinn, hmm ekkert sem við viljum tala neitt of mikið um, en það er bara búið að ganga ágætlega, nóg að gera og mörg próf hérna upp á síðkastið. Fyrir utan hann hefur flest bara verið í góðum gír. Við stelpurnar í bekknum fórum í sumarbústað hérna seinasta föstudag og var það alveg brjálað stuð!!! Það verða líka settar myndir inn frá því, þó ekki allar fyrst að sumar þeirra urðu svoldið svona.. já heyrðu við skulum bara ekkert vera tjá okkur neitt um það. Þetta var nú samt alveg hryllilega gaman, leiðinlegt að allir komust ekki með, en þó.. mjööööög skemmtilegt. Við keyrðum á Selfoss þar sem við keyptum í mat, og eina góða bollu með matnum, og var það mikið fjör þegar María Klara, Konný og Kristel tóku sig til og grilluðu hamborgara í svona hálfgerðri snjókomu.. hehe :) Bollan var alveg rosa góð 8-) .. enda made by Heiða og Alexandra ;) .. Annars byrjuðum við kvöldið á að horfa á gettu betur, þar sem versló náttúrulega vann, hehe.. og þá fórum við í Twister.. Ég var víst sjálfkosinn snúari, vegna líkamsfötlunar.. hahahha.. en fóturinn er nú samt allur að lagast. ;) Það var mikið dans og fjör og seinna um kvöldið skelltum við okkur í pottinn.. Ég fór nú frekar snemma að sofa og alveg dauðþreytt.. Á laugardegjinum fór ég á gospel æfingu, það var extra æfing vegna tónleikanna, og gekk það bara voða vel. Ég og Kristín skelltum okkur svo á Nasa á 90's ballið, og þrátt fyrir það ég væri nú bara að leka niður úr þreytu þá var þetta alveg snilldar ball. Ekkert nema gömul og skemmtileg lög, mikið af fólki og maður bara hitti alla þarna :) Fyrstu tónleikarnir á sunnudegjinum voru á Bessastöðum kl. 2 og þeir gengu bara ágætlega, eftir þá fór ég bara heim að læra og fór síðan að syngja á tónleikunum í Vídalínskirkju um kvöldið klukkan átta. Það var ekkert smá mikið af fólki og bara rosalega gaman. Ég er að vonast til að einhver hafi tekið myndir því ég gleymdi myndavélinni minni. :$ Annars er voða lítið að frétta, ég var að klára læra upp á bókasafni og fer bara að fara heim bráðlega. Ég ætla bara að vera dugleg að gera þessa nýju síðu jafn skemmtilega og hina og þá verður þetta allt í gúddý.

// Heiða Dís

ég og Lilja :)

 

Mynd frá Nemó 2007
Ég og Lilja :)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÚÚ:d LOVELOVE

EMMA (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Heiða Dís Einarsdóttir

love right back to you

Heiða Dís Einarsdóttir, 6.3.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband