Helgin strax búin!!

Já, helgin er nú ekki búin að vera lengi að líða, ekki nógu lengi allanvega. Ég ætlaði nú bara að blogga stutt áður en ég færi út, er að fara út á róló með stelpunum.. þrátt fyrir kuldan og þetta ömurlega veður!
Annars var myndin "300" sem við fórum á í bíó á föstudegjinum alveg ógeðslega góð! Hún var svo vel gerð, það kom bara mikið á óvart. Hún var svoldið ofbeldisfull en mjöööög góð!
Það voru rosalega strangar reglur þegar við komum, einhverjir verðir að passa upp á að maður tæki ekki neitt með sér inn og svona.. Þeir tóku af okkur símana og svona..
svo ætlaði ég að fara og hitta stelpurnar niðri í bæ og svona.. kíkja aðeins með þeim, en svo var bara svooo ógeðslegt veður úti, allt rennandi blautt og svona, og ég bara sá ekki fram á það að vera nenna einhverju bæjarrölti! Á laugardegjinum fórum við Eiki og röltuðum niður laugarvegjinn, og það var bara mjög gaman.. oh, maður sér alltaf svo mikið sem manni langar í .. En ég er að reyna og reyna að vera ekki að eyða peningum hérna rétt áður en ég fer út til DK. :)
Við fórum út að borða á Pizza Hött um kvöldið og annars horfði ég bara á sjónvarpið allt kvöldið! Þannig þetta er búin að vera svoldið letileg helgi, en við bætum úr því núna á eftir út á róló með stelpunum. Ég er að pæla að fara bara og klæða mig og skella mér út að ná í stelpurnar, ælta líka að taka myndavélina með tiil að geta tekið nokkrar myndir :)
Annars fer restin af degjinum í að læra.. Frown

Heiða Dís


Loksins helgi..

Það er loksins að koma helgi!!!

Ég hef beðið eftir þessum föstudegji síðan á mánudegjinum!!! Þessi vika er bara búin að vera þreytandi og allt of lengi að líða!! Ég hef verið upp á bókasafni núna á hverjum einasta degi að læra og svona. :( Þetta er alveg hörmulegt. Nú vona ég að helgin verði bara jafn lengi að líða eins og þessi vika hefur! :) Annars hafa verið gerð lítil plön fyrir helgina.. jú í kvöld er víst verið að draga mig á forsýninguna fyrir stríðsmynd!! hehe.. 300, heitir hún víst. En hún er örugglega spennandi, þetta er eimitt það sem ég var að læra í sögu fyrir jól, þannig þetta verður lærdómsríkt.. GetLost
Annars já, ég er eiginlega bara ekkert búin að gera neitt annað en vera læra í þessari viku.. það er bara ekki búið að ske neitt spennandi fatta ég núna þegar ég fer að hugsa um það.. Mesta dramað hefur örugglega verið þegar ég og Kristel vorum að fylgjast með löggubílnum sem var að rúnta um versló bílaplanið.. hahah :) Það var æsi spennandi! Æji, samt ég segji svona.. það var rosa fínn matur á miðvikudegjinum hjá mér, borðaði heima hjá Eiríki, pabbi hans átti afmæli og það var bara rosa gaman :)
Eitt ömurlegt í viðbót.. áður en við förum að líta á björtu hliðarnar.. Það eru próf í hverri einustu viku fram að páskum núna.. 1 - 2.. jafnvel 3 í einhverjum því kennararnir hérna eru svo duglegir að svindla á kerfinu.. hehe segji svona.. Við erum allanvega búin að fá einhverjar hótanir um óundirbúin skyndipróf.. Annars það sem er framundan fyrir páska hjá mér er: Halda ensku fyrirlestur í næstu viku, ensku próf í næstu viku, sögu próf í næstu viku, vikuna þar eftir er held ég íslensku próf og stærðfræði próf, og vikuna þar á eftir er þjóðhagsfræðipróf.. og einhverstaðar þarna inn á milli á að skila einni æfingaritgerð í ensku, og svo annari ekta ritgerð (do you get the point of that.. because I really DON'T! Shocking) heyrðu, já svo er líka sögufyrirlestur 20. mars og svo á að skila ritgerðinni 29.mars.. heyrðu og þá eru páskarnir bara að koma.
DANMÖRK 31. MARS!

Heyrðu, svo koma inn fleiri myndir úr sumarbústaðarferð okkar stelpnanna núna bráðum, ég bara kemst ekki inn á heimasíðuna hérna í skólanum, þannig ég get ekki sett þær inn.. En þetta kemur bráðum. Ég veit ekki með ykkur eeeen ég er mjöööög spennt fyrir myndunum sem Hulda tók Joyful

Góða helgi annars
Heiða Dís


Enn ein bloggsíðan :)

Halló allir..

Ég veit, ég veit hvað þetta er alveg hræðilegt að ég sé alltaf að skipta um bloggsíðu, en ég fæ bara svo hræðilega leið á þessari sömu alltaf. Svo finnst manni það svo mikið bull sem maður skrifaði ári síðan, þannig ég ákvað bara að byrja upp á nýtt. Hvað með það þótt að þetta hérna verði orðið úrelt eftir annað ár, en þá er líka bara hægt að gera enn eina. Ég ákvað nú samt að gera hana aftur inn á þessu mbl. bloggi, því það er bara einhvernvegin svo einfalt og þægjinlegt.. Ég ákvað líka að gera nafnið á henni aðeins þæginlegra og léttara að muna, því fáir virðast muna hvað ég kallaði þá síðustu. Þetta virðist bara vera betra fyrir alla.. ég ætla nú bara líka að segja ykkur það að ég bara kemst ekki einu sinni inn á gömlu bloggsíðuna, því lykilorðið mitt bara virkar ekki.. þetta var mjööög skrýtið, en það er þess vegna sem ég hef lítið látið heyra í mér undanfarið. En við ætlum að byrja frá byrjun, nýjar myndir (ég set nú samt örugglega margar þær gömlu inn), nýtt blogg og bara allt nýtt. :) Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Ég vona svo bara að fólki lítist almennilega á þessa síðu. Heyrðu, annars gæti ég nú bara byrjað að segja frá hvað er búið að ske hérna upp á síðkastið.. skólinn, hmm ekkert sem við viljum tala neitt of mikið um, en það er bara búið að ganga ágætlega, nóg að gera og mörg próf hérna upp á síðkastið. Fyrir utan hann hefur flest bara verið í góðum gír. Við stelpurnar í bekknum fórum í sumarbústað hérna seinasta föstudag og var það alveg brjálað stuð!!! Það verða líka settar myndir inn frá því, þó ekki allar fyrst að sumar þeirra urðu svoldið svona.. já heyrðu við skulum bara ekkert vera tjá okkur neitt um það. Þetta var nú samt alveg hryllilega gaman, leiðinlegt að allir komust ekki með, en þó.. mjööööög skemmtilegt. Við keyrðum á Selfoss þar sem við keyptum í mat, og eina góða bollu með matnum, og var það mikið fjör þegar María Klara, Konný og Kristel tóku sig til og grilluðu hamborgara í svona hálfgerðri snjókomu.. hehe :) Bollan var alveg rosa góð 8-) .. enda made by Heiða og Alexandra ;) .. Annars byrjuðum við kvöldið á að horfa á gettu betur, þar sem versló náttúrulega vann, hehe.. og þá fórum við í Twister.. Ég var víst sjálfkosinn snúari, vegna líkamsfötlunar.. hahahha.. en fóturinn er nú samt allur að lagast. ;) Það var mikið dans og fjör og seinna um kvöldið skelltum við okkur í pottinn.. Ég fór nú frekar snemma að sofa og alveg dauðþreytt.. Á laugardegjinum fór ég á gospel æfingu, það var extra æfing vegna tónleikanna, og gekk það bara voða vel. Ég og Kristín skelltum okkur svo á Nasa á 90's ballið, og þrátt fyrir það ég væri nú bara að leka niður úr þreytu þá var þetta alveg snilldar ball. Ekkert nema gömul og skemmtileg lög, mikið af fólki og maður bara hitti alla þarna :) Fyrstu tónleikarnir á sunnudegjinum voru á Bessastöðum kl. 2 og þeir gengu bara ágætlega, eftir þá fór ég bara heim að læra og fór síðan að syngja á tónleikunum í Vídalínskirkju um kvöldið klukkan átta. Það var ekkert smá mikið af fólki og bara rosalega gaman. Ég er að vonast til að einhver hafi tekið myndir því ég gleymdi myndavélinni minni. :$ Annars er voða lítið að frétta, ég var að klára læra upp á bókasafni og fer bara að fara heim bráðlega. Ég ætla bara að vera dugleg að gera þessa nýju síðu jafn skemmtilega og hina og þá verður þetta allt í gúddý.

// Heiða Dís

ég og Lilja :)

 

Mynd frá Nemó 2007
Ég og Lilja :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband